Fyrir starfsfólk
Hjá Vigdísarholti er öflugur mannauður. Leitast er við að bjóða starfsmönnum Vigdísarholts upp á öruggt og heilbrigt starfsumhverfi sem tekur mið af kröfum um vinnuvernd og stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegi heilsu og vellíðan starfsmanna. Starfsmenn eru hvattir til heilbrigðra lífhátta og að efla eigin vellíðan sem og samstarfsmanna sinna. Jafnframt er lagt upp með að stuðla að jákvæðum starfsanda og eru reglulega framkvæmdar starfsmannakannanir til að fylgjast með líðan starfsmanna.
Einelti, ofbeldi eða kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Hægt er að kynna sér eineltisstefnu Vigdísarholts hér. Við hvetjum starfsmenn til að tilkynna um slíkt og má nálgast eyðublaðið hér á þessari síðu.
Hér má nálgast ýmis eyðublöð fyrir starfsfólk.
Starfsmannafélög
Þrjú öflug starfsmannafélög eru hjá okkur, eitt á Sunnuhlíð, annað á Seltjörn og það þriðja á Skjólgarði. Félögin standa fyrir ýmsum skemmtunum sem eru auglýstir á starfsmannasíðum og á deildunum.
Fríðindi og réttindi
Styrkur
Starfsfólk getur sótt um styrk til íþróttaiðkunar. Markmiðið með greiðslu íþróttastyrks er að stuðla að því að starfsfólk stundi reglubundna hreyfingu sem stuðlar að betri heilsu og meiri starfsánægju. Styrkurinn er veittur fastráðnu starfsfólki eða starfsfólki með tímabundna ráðningu.
Námsleyfi
Starfsfólk getur sótt um námsleyfi skv kjarasamningum við SFV