Skip to main content

Áfram halda framkvæmdir í Sunnuhlíð, nú er það á jarðhæðinni á deildinni Álfhól. Búið er að grafa frá húsinu norðan megin og er fyrirhugað að útbúa þar tvö hjónaherbergi sem verða hvort um sig 35 fm með sér baðherbergi. Eins og sést á myndunum er búið að saga út fyrir gluggum, fljótlega hefst í kjölfarið uppsetning á veggjum og innréttingum. Fyrirhugað er að taka þessi tvö hjónaherbergi í notkun um miðjan desember.