Þessi áhugaverða grein birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember síðastliðinn. Þar er rætt við Elísu Finnsdóttur sem er forstöðukona dagdvalarinnar í Sunnuhlíð. Í greininni fjallar hún um starfsemi dagdvalarinnar í Sunnuhlíð sem er mjjög fjölbreytt og gefandi en þangað mæta um 30 einstaklingar alla daga ásamt því að boðið er upp á hádegismat fyrir íbúa sem búa í nágrenninu. “Elísa segir teymið sitt í vinnunni engan venjulegan starfshóp. Við erum draumateymi. Það er ekkert betra en að vinna með fólki sem elskar það sem það gerir. Við hlæjum mikið saman, hjálpumst að og bætum hvert annað upp. Enginn dagur er eins og annar og það er hluti af töfrunum við vinnuna.”
Endilega kíkið á þessa skemmtilegu grein.

