Bleiki dagurinn var tekinn með miklu trompi á heimilum Vigdísarholts. Starfsfólk klæddis bleikum fötum, boðið var upp á bleikar veitingar og heimilin voru skreytt með metnaðarfullum hætti. Það er alltaf gaman að brjóta upp hversdagsleikann með þessum hætti og naut heimilisfólk þess vel. Að sjálfsögðu viljum við sýna þeim sem hafa glímt við krabbamein eða eru í virkri meðferð stuðning með þessum hætti.
Hér má sjá myndir frá öllum heimilunum frá bleika deginum.
















