Skjólgarður er með leyfi til reksturs á hvíldarrými samkvæmt þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Með hvíldarinnlögn er átt við tímabundna dvöl sem getur staðið í allt að 6 vikur á tólf mánaða tímabili. Markmið þjónustunnar er að gera öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili með því að viðhalda og auka lífsgæði þeirra með markvissu starfi og með því að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf. Meðan á hvíldarinnlögn stendur er lögð rík áhersla á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta. Í hvíldarinnlögn njóta gestir allrar almennrar þjónustu sem Skjólgarður býður íbúum heimilisins, þar með talið að taka þátt í almennu félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
Sótt er um hvíldarinnlögn í Færni- og heilsumatsnefnd. Hér er linkur inn á umsóknareyðublaðið sem þarf að fylla út og senda undirritað til;
Færni- og heilsumatsnefnd
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
v/Árveg, 800 Selfossi
Sími: 432 2000 (þriðjud. 11-12)