Skip to main content

Hjúkrunardeild

Hjúkrunarheimilið Skjólgarður á uppruna sinn er sýslunefnd samþykkti vorið 1974, að setja á stofn elli-, hjúkrunar- og fæðingarheimili af sveitarfélögum Austur Skaftafellssýslu og fékk heimilið nafnið Skjólgarður. Var það þá staðsett að Hvannabraut 3 og 5. Árið 1996 var það svo fært yfir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands að Víkurbraut 29 sem heimilið er staðsett í dag. Vigdísarholt ehf. tók að sér rekstur Skjólgarðs 1. mars 2021.

Skjólgarður er í dag hjúkrunarheimili með 27 hjúkrunarrými, hvíldarrými og 3 sjúkrarými sem það rekur í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Flest herbergin eru tvíbýli án baðs en nokkur þó með baði. Læknisþjónusta heimilisins er einnig í samtarfi við HSU og eru þeir með fasta viðveru einu sinni í viku.

Boðið er upp á iðju- og sjúkraþjálfun bæði í einstaklingsþjálfun og eða hópþjálfun. Félagsstarf Skjólgarðs er öflugt. Í boði eru ýmiss konar félagsstarf eins og bingó, upplestur, blöðrubolta, málun og margt fleira. Félagsstarfið stendur einnig fyrir stærri viðburðum eins og dansiböllum, tónleikar stakra listamanna og eða kóra svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar má finna í handbók Skjólgarðs.

Hjúkrunarstjóri er Sigríður Helga Axelsdóttir hjúkrunarfræðingur;  s. 855 2305 / sigridurhelga@skjolgardur.is og skrifstofustjóri er Matthildur Ásmundardóttir, s. 855 2309.

Deildarsími: 855-2300

Vaktstjóri: 855-2301