Fjölbreytt dagskrá hefur verið á Seltjörn í sumar. Gestkvæmt hefur verið þar sem um fjölbreytta viðburði hefur verið að ræða. Lestur góðra bóka, söngskemmtanir, myndasýning, helgistundir, boccia og fleira. Í tilefni af þjóðhátíðardeginum þá var boðið upp á íþróttaleika þar sem efnt var til keppni í ýmsum þrautum svo sem keilu, boltakasti og fleiru. Í lokin var svo boðið upp á ís og konfekt frá Nóa og Síríus. En þess má geta að Nói og Síríus buðu öllum íbúum hjúkrunarheimilia Vigdísarholts upp á konfekt á 17. júní í tilefni þess að Nóa konfekt hefur verið hluti af íslenskri hefð og sælgætissögu í 90 ár. Kærar þakkir fyrir þessa frábæru gjöf.