Skjólgarður hjúkrunarheimili hélt upp á 50 ára afmælið sitt þann 8. nóvember síðastliðinn. Að því tilefni færðu Hirðingjarnir, Skjólgarði glæsilega gjöf eða 2.000.000 kr. peningaupphæð. Hirðingjarnir er nytjamarkaður þar gamlir hlutir öðlast framhaldslíf. Allur ágóði frá markaðnum rennur í góðgerðarmál í heimabyggð. Hirðingjarnir voru stofnaðir af nokkrum starfsmönnum Skjólgarðs sem sáu tækifæri í því að nýta þessa leið til að safna fjármagni fyrir hjúkrunarheimilið og önnur góðgerðamál. Starfsemin hefur skilað mörgum gjöfum til Skjólgarðs og til annarra góðgerðamála í samfélaginu. Það voru þær Elísabet Einarsdóttir og Ásta Halldórsdóttir sem færðu Skjólgarði gjafabréfið fyrir hönd Hirðingjanna í afmælisveislu sem haldin var 8. nóvember síðastliðinn. Sigríður Axelsdóttir, hjúkrunarstjóri og Matthildur Ásmundardóttir, skrifstofustjóri tóki við gjöfinni.
Fjármagnið mun nýtast vel til að kaupa inn ýmsan varning inn á nýtt hjúkrunarheimili þegar við flytjum snemma á næsta ári.
Við þökkum Hirðingjunum kærlega fyrir þessa frábæru gjöf og fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu samfélagsins.