Skip to main content

Nýbyggingin við Skjólgarð er farin að taka á sig mynd. Flestir milliveggir eru komnir upp og fljótlega verður farið að setja í gler í bygginguna. Starfsfólk Skjólgarðs fékk að skoða sig um í síðustu viku og eru allir sannfærðir um að aðstaðan verður alveg til fyrirmyndar. Það verður algjör bylting að komast í nýtt hús enda mun rúmbetra. Hver íbúi mun hafa sitt eigið herbergi með baðherbergi sem er mikið framfaraskref á Hornafirði en þykir sjálfsögð mannréttindi á flestum öðrum hjúkrunarheimilum. Fyrst um sinn verða tekin í notkun 20 herbergi og munu því einhverjir íbúar þurfa að deila herbergi með öðrum fyrsta árið eða þar til endurbótum á gömlu byggingunni lýkur. Stefnt er að því að taka bygginguna í notkun í desember að sögn verktaka. Hér fyrir neðan má sjá myndir teknar inn í nýja hjúkrunarheimilinu.